Um okkur

Hreyfingin Hjólað óháð aldri var stofnuð 2012 af Ole Kassow. Ole vildi gefa eldri borgurum tækifæri á að komast aftur á hjólin en varð að yfirvinna skerta hreyfigetu þeirra. Lausnin var farþegahjól og hann fór að bjóða íbúum hjúkrunarheimils í nágrenninu í hjólatúra.

Með aðstoð Dorthe Pedersen, starfsmanns Kaupmannahafnarborgar og nú starfsmanns Hjólað áháð aldri, sem varð mjög hrifin af hugmyndinni. Upphaf Hjólað óháð aldri voru kaup 5 fyrstu farþegahjólanna í Kaupmannahöfn og fylgdu sveitarfélög um alla Danmörku í kjölfarið og hefur nú breiðst út til Noregs, Sviss, Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Singapúr, Bandaríkjanna, Kanada, Nýja-Sjálands, Spánar, Slóvakíu, Hollands, Frakklands og Síle – og víðar.

Hjólarar (sjálfboðaliðar) skrá sig fyrir hjólatúrum með eldriborgurum í einföldu bókunarkerfi, oft eða sjaldan eftir því sem hverjum hentar.  Frumkvæði hvers og eins er helsti drifkrafturinn. Nú í desember 2015 eru komin 3 hjól á Íslandi og verið að safna fyrir 5 hjólum til viðbótar. Í nóvember 2015 voru 63 af 98 sveitarfélögum í Danmörku þátttakendur í Hjólað óháð aldri með rúmlega 400 reiðhjól og fer fjölgandi. Ört vaxandi hópur hjólara veitir eldriborgurum tækifæri á að komast út á hjólin, njóta útiverunnar og skoða nágrenni hjúkrunarheimilanna og fá vind í vanga.