Um okkur

Hjólað um Elliðarárdalinn á svölum vordegi 2017

Hreyfingin Hjólað óháð aldri var stofnuð 2012 af Ole Kassow. Ole vildi gefa eldri borgurum tækifæri á að komast aftur á hjólin en varð að yfirvinna skerta hreyfigetu þeirra. Lausnin var farþegahjól og hann fór að bjóða íbúum hjúkrunarheimils í nágrenninu í hjólatúra.

Með aðstoð Dorthe Pedersen, starfsmanns Kaupmannahafnarborgar og nú starfsmanns Hjólað áháð aldri, sem varð mjög hrifin af hugmyndinni. Upphaf Hjólað óháð aldri voru kaup 5 fyrstu farþegahjólanna í Kaupmannahöfn og fylgdu sveitarfélög um alla Danmörku í kjölfarið og hefur nú breiðst út til Noregs, Sviss, Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Singapúr, Bandaríkjanna, Kanada, Nýja-Sjálands, Spánar, Slóvakíu, Hollands, Frakklands og Síle – og víðar.

Hjólin hafa streymt til landsins og eru í kringum 20 hjól á öllu landinu, tilbúin fyrir Hjólara að koma og virkja þau fyrir farþega. Hvert hjól getur verið með tvær meðalmanneskjur í farþegasætinu eða eina stærri. Svo eru jafnvel hundarnir með líka. Við bjóðum Hjólara ævinlega velkomna til starfa með okkur. Það er eftirspurn eftir þeim um allt land og á öll hjól landsins.

Á Höfuðborgarsvæðinu er Hjólurum og farþegum boðið að þiggja kaffi og með því hjá Bakarameistaranum. Gjafakortið fylgir hjólunum. Slíkur velgjörningur er okkur afar kær og við þökkum af heilum hug.